Fjölskyldugerð: gassi, gæs og gæsarungar.
Þyngd: 3-4 kg.
Fengitími: apr-maí
Meðgöngutími: liggja á í um 21 dag.
Fjöldi afkvæma: 4-6 ungar.
Nytjar: kjöt og fiður.
Aligæsir hafa verið til staðar í sögu landsins frá landnámstíð. Þær eru nú taldar í útrýmingarhættu.
Þær eru ófleygar vegna þess að búið er að breyta líkamsgerð fuglanna með ræktun.
Aligæsir eru vel varðar gegn veðrum og vindum en skríða í skjól ef veður eru válynd.
Erfitt hefur reynst fyrir aligæsina að koma upp ungum í grennd við þéttbýli þar sem mávfuglar hafa aukist þar mjög til muna og taka ungana um leið og þeir skríða úr eggi.
Heimild: Efni af vef Húsdýragarðsins í Laugardal.