Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Íslensku Aligæsinar

Fjölskyldugerð: gassi, gæs og gæsarungar.
Þyngd: 3-4 kg.
Fengitími: apr-maí
Meðgöngutími: liggja á í um 21 dag.
Fjöldi afkvæma: 4-6 ungar.
Nytjar: kjöt og fiður.

Aligæsir hafa verið til staðar í sögu landsins frá landnámstíð. Þær eru nú taldar í útrýmingarhættu.

Þær eru ófleygar vegna þess að búið er að breyta líkamsgerð fuglanna með ræktun.

Aligæsir eru vel varðar gegn veðrum og vindum en skríða í skjól ef veður eru válynd.

Erfitt hefur reynst fyrir aligæsina að koma upp ungum í grennd við þéttbýli þar sem mávfuglar hafa aukist þar mjög til muna og taka ungana um leið og þeir skríða úr eggi.

Heimild: Efni af vef Húsdýragarðsins í Laugardal.

Myndasafn

Í grennd

Fuglar Íslands
Ísland státar ekki af fjölskrúðugri varpfuglafánu. Hér hafa sézt u.þ.b. 330 tegundir fugla, u.þ.b. 85 þeirra eru varpfuglar eða hafa reynt varp og u.þ…
Íslensku Húsdýrin
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…
Villt spendýr
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )