Fjölskyldugerð: Högni, læða og kettlingur.
Þyngd: 2-4 kg.
Fengitími: allt árið.
Meðgöngutími: um 60 dagar.
Fjöldi afkvæma: 3-5 kettlingar í hverju goti.
Nytjar: Eru kelirófur og því manninum til skemmtunar!
Íslenski kötturinn hefur fylgt manninum allt frá landnámi. Íslenzka kattarkynið hefur haldizt nokkuð vel í gegnum tíðina en nú í dag er orðið svo mikið um innflutning á köttum að einhver blöndun hefur átt sér stað.
Í gamla daga var kötturinn mikið nytjadýr á Íslandi. Hlutverk hans var að halda rottum og músum frá híbýlum manna.
Í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum er reynt að sýna öll íslensk húsdýr og eru kettirnir engin undantekning. Eins og flestir vita þá fer kötturinn sínar eigin leiðir og því tilviljun háð hvort hinn almenni gestur sjái kettina í garðinum. Þeir búa með starfsfólkinu í skrifstofuhúsnæði garðsins og una sér þar vel meðal ljósritunarvéla og skrifborðsstóla.
Heimild: Efni af vef Húsdýragarðsins í Laugardal.