Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Íslenska Geitin

Gritur Húsdýragarðinum

Fjölskyldugerð: Hafur, huðna og kiðlingur.
Þyngd: hafur 60 kg. og huðna 45 kg.
Fengitími: nær hámarki í desember- janúar.
Meðgöngutími: 5 mánuðir.
Fjöldi afkvæma: 1-2 kiðlingar.
Nytjar: ull, kjöt, húð, mjólk og horn.

Geitur eiga sér langa sögu á Íslandi. Þær komu hingað með fyrstu landnámsmönnunum, líkt og nautgripir, hross og sauðfé. Nú eru fáar geitur eftir á Íslandi eða um 400 en til dæmis í kringum 1930 voru þær um 3000 talsins.
Fyrrum voru geitur mun fleiri í landinu og voru þær gjarnan kallaðar kýr fátæka fólksins, enda gátu þær lifað á afar rýru landi og kjarnminna heyi en önnur húsdýr.

Góð íslensk mjólkurgeit getur mjólkað 200-300 lítra á ári, en stofninn hér á landi er ekki nógu stór til þess að hægt sé að fara út í ostaframleiðslu. Geitaostur þykir mjög góður og er afar vinsæll á erlendri grund.

Samkvæmt skrám hagstofunnar voru 294 geitur á landinu árið 2005.
Geitur á landinu 2010 eru—–

Heimild: Efni af vef Húsdýragarðsins í Laugardal.

Myndasafn

Í grennd

Íslensku Húsdýrin
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )