Fjölskyldugerð: Hafur, huðna og kiðlingur.
Þyngd: hafur 60 kg. og huðna 45 kg.
Fengitími: nær hámarki í desember- janúar.
Meðgöngutími: 5 mánuðir.
Fjöldi afkvæma: 1-2 kiðlingar.
Nytjar: ull, kjöt, húð, mjólk og horn.
Geitur eiga sér langa sögu á Íslandi. Þær komu hingað með fyrstu landnámsmönnunum, líkt og nautgripir, hross og sauðfé. Nú eru fáar geitur eftir á Íslandi eða um 400 en til dæmis í kringum 1930 voru þær um 3000 talsins.
Fyrrum voru geitur mun fleiri í landinu og voru þær gjarnan kallaðar kýr fátæka fólksins, enda gátu þær lifað á afar rýru landi og kjarnminna heyi en önnur húsdýr.
Góð íslensk mjólkurgeit getur mjólkað 200-300 lítra á ári, en stofninn hér á landi er ekki nógu stór til þess að hægt sé að fara út í ostaframleiðslu. Geitaostur þykir mjög góður og er afar vinsæll á erlendri grund.
Samkvæmt skrám hagstofunnar voru 294 geitur á landinu árið 2005.
Geitur á landinu 2010 eru—–
Heimild: Efni af vef Húsdýragarðsins í Laugardal.