Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvítabjarnarey

Hvítabjarnarey nær 28 m hæð yfir sjó og um hana liggur gjá með stórum steini í miðjunni. Þessi steinn er úr sama efni og Kerlingarfjall við Kerlingarskarð, þar sem aðalþjóðvegurinn var áður en svokölluð Vatnaleið var opnuð haustið 2001.

Sagt er, að kerlingin (skessan) í fjallinu hafi ætlað að tortíma kirkjunni að Helgafelli með steininum en misst marks. Önnur skýring er sú, að henni hafi verið í nöp við bónda í grenndinni og hafi ætlað að granda honum í bát sínum á Hrappseyjarsundi.

Myndasafn

Í grennd

Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )