Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hveravellir í Reykjahverfi

Á landi Hveravalla í Reykjahverfi er einhver mesti jarðhiti í S.-Þingeyjarsýslu. Hverasvæðið var í landi Stóru-Reykja. Aðalhverirnir eru Yztihver, Uxahver, og Syðstihver. Uxahver var þeirra virkastur og margar sögur fóru af honum. Hann hætti að gjósa eftir jarðskjálftahrinuna árið 1872.

Árið 1905 var yfirborð Yztahvers lækkað og hann fór að gjósa. Gos hans hafa mælzt allt að 25 m há. Vatnsmagn allra hveranna er áætlað 70-80 l/sek. Ræktun kartaflna hófst við hverina árið 1878. Árið 1904 stofnuðu Reykhverfingar garðræktarfélag um garðyrkjuna á svæðinu. Til þess var keyptur hluti af jarðhitasvæðinu og síðar þriðjungur Reykjalands og býlið Hveravellir var reist. Þar hefur verið stunduð gróðurhúsarækt síðan 1933. Sundlaug og félagsheimili er á staðnum og hitaveita var lögð þaðan til Húsavíkur árið 1970

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )