Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvammskirkja

Hvammskirkja er í Sauðárkróksprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Hvammur er eyðibýli,  og fyrrum prestssetur í utanverðum Laxárdal, sem hafði útkirkju á Ketu. Prestakallið var lagt niður með lögum 1970 og sóknirnar lagðar til Sauðárkróks. Síðstir presturinn á Hvammi, séra Finnbogi Kristjánsson, flutti þaðan 1975. Hann var áður síðasti prestur á Stað í Aðalvík. Katólskar kirkjur í Hvammi voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi.

Timburkirkjan á hlaðna grunninum, sem nú stendur í Hvammi, var byggð 1892. Hún tekur um 80 manns í sæti. Klukkur kirkjunnar voru fyrst í turni, sem var fjarlægður, en síðar undir loftinu, þar sem turninn var.

Hvammur var talinn mjög fátækt brauð og margir prestanna þar áttu erfitt uppdráttar. Sumir urðu jafnvel að flytjast brott vegna fátæktar eins og séra Magnús J. Skaftason, sem fluttist til Vesturheims og átti þar merkan feril sem prestur landa sinna í nýjum heimi.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )