Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvammgerðisvötn

Fuglar á Íslandi

Þetta eru þrjú vötn í Vopnafjarðarhreppi í N-Múlasýslu. Þau eru svo lík um flest, að það er hægt að lýsa  þeim í sameiningu. Þau bera samt hvert sitt sérheiti: Reyðarvatn, Miðvatn og Nyrztavatn. Hvert um sig er 0,5 km² og öll grunn.

Nyrztavatn er í 304 m hæð yfir sjó, Miðvatn í 306 og Reyðarvatn mun lægra. Lækir renna úr þeim til Hvammsár, sem síðar sameinast Selá. Gönguleið er til vatnanna, um 4 km frá þjóðvegi til Reyðarvatns og síðan um ½ tíma gangur milli hinna. Bleikja er í öllum vötnunum og er Reyðarvatn mest nýtt. Netaveiði var stunduð fyrrum en er því miður niðurlögð.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 630 km um Hvalfjarðargöng og 12 km. frá Vopnafirði.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )