Þetta eru þrjú vötn í Vopnafjarðarhreppi í N-Múlasýslu. Þau eru svo lík um flest, að það er hægt að lýsa þeim í sameiningu. Þau bera samt hvert sitt sérheiti: Reyðarvatn, Miðvatn og Nyrztavatn. Hvert um sig er 0,5 km² og öll grunn.
Nyrztavatn er í 304 m hæð yfir sjó, Miðvatn í 306 og Reyðarvatn mun lægra. Lækir renna úr þeim til Hvammsár, sem síðar sameinast Selá. Gönguleið er til vatnanna, um 4 km frá þjóðvegi til Reyðarvatns og síðan um ½ tíma gangur milli hinna. Bleikja er í öllum vötnunum og er Reyðarvatn mest nýtt. Netaveiði var stunduð fyrrum en er því miður niðurlögð.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 630 km um Hvalfjarðargöng og 12 km. frá Vopnafirði.