Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvalfjarðareyri

hvalfjordur

Hvalfjarðareyri gengur út í Hvalfjörð sunnanverðan. Þaðan stytti fólk sér leið með ferju að Katastaðakoti  áður en vegur var lagður fyrir fjörðinn. Eftir nokkrar umræður um bílferju yfir fjörðinn hófst undirbúningur að framkvæmdum, sem síðan varð ekkert úr.

Á síðari hluta 17. aldar var þar verzlunarstaður um hríð. Talsverðu magni af sandi og möl er dælt upp úr firðinum á þessum slóðum og á eyrinni finnast margir sérkennilegir steinar, s.s. baggalútar (hreðjasteinar).

Myndasafn

Í grennd

Hvalfjörður
Ferðavísir Kjósarhreppur Hvalfirði Reykjavík 15 km <Kjósarhreppur Hvalfirði>Akranes 34 km,   Borgarnes 60 km , Húsafell 117 km um Bæjarsveit…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )