Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Húseyjarkvísl

huseyjarkvisl

Húseyjarkvíslin er fyrsta áin, sem ekið er yfir rétt fyrir neðan Varmahlíð á leiðinni til Akureyrar. Hún er miðlungsstór og þar eru leyfðar þrjár stengur á dag. Veiðin er helst vænn urriði, bleikja og sjóbirtingur og lax. Veiðisvæðið er 12 km langt, allt frá fossi norður til Héraðsvatna.  Alla 3 stangirnar eru seldar saman og veiðihús fylgir veiðileyfum.

Skagafjörður er eitthvert mesta söguhérað landsins, þannig að það er sama í hvaða átt veiðimennirnir við Húseyjarkvíslina líta, þeir koma alls staðar auga á einhvern sögustað (sjá áhugaverðir staðir). Auk þess er ekki hægt að kvarta undan landslaginu allan hringinn.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 290 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Héraðsvötn
Héraðsvötn eru mestu fallvötn í Skagafirði. Þau verða til við samruna Jökulsánna austari og vestari sem   báðar koma undan Hofsjökli. Austari áin er v…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )