Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrófbergsvatn – Fitjavatn

Veiði á Íslandi

Þessi vötn eru í Hrófbergshreppi í Strandasýslu. Hrófbergsvatn er 0,27 km², mjög djúpt og í 161 m hæð sjó. Fitjavatn er 0,1 km², grunnt og í 166 m hæð yfir sjó. Vötnin eru tengd með læk.

Umhverfið þykir mjög fagurt og vel gróið. Búseta var við Fitjavatn. Mikið er af góðri bleikju í vötnunum, 1-3 pund, og áður var þar jafnan veitt í net. Vötnin voru gjöfult forðabúr fyrir fólkið. Helst er beitt flugu og spón.

Vegalengdin frá Reykjavík er 280 km um Hvalfjarðargöng og 11 km frá Hólmavík.

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )