Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hraunvötn – Skeifan

Veiðivotn

Hraunvatnasvæðið er fegurst allra svæða í Veiðivötnum og þar er fiskur af öllum stærðum. Ótal tjarnir og eru samtengdar fyrir austan og sunnan aðalvötnin og þar hafa veiðimenn fengið 10-13 punda fiska. Líklega hefur verið náttúrulegur stofn í þessum vötnum en hann var efldur l965 með klaki. Þekktust eru stóru Hraunvötnin og Skeifan. Fiskur er víða á stöðli í vestara vatninu. Fluguveiðimenn hafa lagt sérstaka rækt við þessi vötn, þótt beitu og spúnaveiði sé algengust. Náttúrulegt æti er mikið, flugur, púpur, ormar, kuðungar og hornsíli. Skötuormurinn kemur fram um miðjan júli. Í stærstu vötnunum er góð veiði við áveðursbakka. Hraunvötn eru vatnaklasi í hrauni með dálitlum gróðri og stingur mjög í stúf við auðnina umhverfis. Þau eru í 590 m hæð yfir sjó, 2,4 km², dýpst 21 m, 12,8 Gl, meðaldýpi 5,3 m, lengst 4 km og breiðust 1,3 km. Hraunvörn eru þriðju gjöfulust Veiðivatnanna. Ánamaðkar (í júlí), makríll, maískorn, spúnar og flugur (8-10 ein- og tvíkrækjur) eru beztu beiturnar.

Helztu veiðistaðir eru: Hamarinn, Fjaran, Táin, Bakkinn., Suður- og Norður-Sandvík, Hraunfellsvík, Austurbotn, Drangapyttur og Skershöfði. Í Skeifunni, smávatni sunnar og á milli Hraunvatnanna, eru helztu veiðistaðirnir Vesturbotn, Austurbotn og Rauðibakki.

Myndasafn

Í grennd

Veiðivötn
Veiðivatnasvæðið: Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúruhamförum árið 1477, gaus á Veiðivatnasprungunni, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )