Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hraunskirkja

Hraunskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Hraun er eyðibýli og kirkjustaður í  . Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Þorláki biskupi helga og útkirkja frá Söndum og síðan 1932 frá Þingeyri. Kirkjan, sem nú stendur þar, var byggð og vígð 1885. Hún var aflögð sem sóknarkirkja árið 1971, þegar dalurinn fór í eyði. Smiður var Aðalsteinn Pálsson, bóndi á Hrauni, sem gaf söfnuðinum kirkjuna. Hún stendur rétt utan gamla kirkjugarðsins, þar sem eldri kirkjur stóðu. Í kirkjunni kemur fram elzta formgerð timburkirkna. Sérkenni hennar er þakspónninn, sem sýnir, hvernig hún var smíðuð upphaflega, þótt þakið væri fljótlega klætt með bárujárni.

Niðurrif kirkjunnar var íbígerð og munir hennar voru fjarlægðir en Þjóðminjasafnið skarst í leikinn og söfnuðurinn tók að sér gagngerar endurbætur á henni á árunum 1998-99. Hún var endurvígð og tekin í notkun árið 2000. Kirkjuna prýða merkir gripir, m.a. prédíkunarstóll, sem er talinn vera verk sera Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði (1692-1742), og tvær altaristöflur ofan altaris. Hin neðri er með áletruninni Eggerd Ionsen A. Røyn 1751 en óvíst er um aldur hinnar efri. Uppsprettan Gvendarbrunnur er skammt frá kirkjunni og þaðan þótti sjálfsagt að taka vatn til skírna. Keldudalur hefur verið óbyggður síðan 1987.

Myndasafn

Í grennd

Þingeyri
Þingeyri við Dýrafjörð er elzti verzlunarstaður í V.- Ísafjarðarsýslu. Þar er góð höfn og kauptúnið fór að myndast á síðari hluta 18. aldar. Þar er ei…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )