Hraungerðiskirkja er í Hraungerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1902 á hlöðnum úr timbri og tekur 150 manns í sæti. Eiríkur Gíslason frá Bitru smíðaði hana. Sigurgrímur, bróðir hans, vann líka við smíðina og prédikunarstóllinn er sveinsstykki hans.
Katólskar kirkjur í Hraungerði voru helgaðar Pétri postula. Útkirkja var í Laugardælum, þar sem var áður aðalkirkja og staður fram til 1752. Árið 1956 var prestssetrið flutt að Selfossi.
Séra Sigurður Thorarensen (1789-1865) var prestur í Hraungerði 1839-60. Talið er, að hann hafi verið aðalhvatamaður að innflutningi enskra hrúta til kynbóta. Með þeim barst fjárkláðinn til landsins og olli gífurlegu tjóni.