Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrauneyjafoss

Hrauneyjar

Foss í Tungnaá, 29 m hár, eigi langt fyrir ofan ármót Tungnaár og Köldukvíslar. Ofan við fossinn voru nokkrir hólmar og eyjar, Hrauneyjar, allvel grónar. Neðan við fossinn er hrikalegt gljúfur.

Hrauneyjafossstöð er þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins, suðvestur af Sigöldustöð og nýtir því sömu vatnsmiðlunarmöguleika og Sigöldustöð. Hrauneyjafossstöð var tekin í notkun 1981.

Tungnaá er stífluð á fremur flötu landi um 1,5 km ofan við Hrauneyjafoss og um 7 km neðan við Sigöldustöð. Hæðarmunurinn þar á milli er um 15 m. Við stífluna myndast 8,8 km² dægurmiðlunarlón; Hrauneyjalón. Fremur lágreist jarðvegsstífla teygir sig eftir hraunflákunum á suðurbakka árinnar.

Um eins kílómetra langur aðrennslisskurður liggur frá lóninu í norður um lægð í Fossöldu að inntaki við norðurbrún öldunnar. Þaðan liggja þrjár stálpípur (4,8 m í þvermál) 272 m niður hlíðina að stöðvarhúsi. Frárennslisskurður er rúmlega eins kílómetra langur og liggur út í Sporðöldukvísl sem síðan rennur í Tungnaá.

Myndasafn

Í grennd

Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )