Hólskirkja er í Bolungarvíkurprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Hóll er bær og kirkjustaður í . Þar voru katólsku kirkjurnar helgaðar Maríu guðsmóður. Hólskirkja var útkirkja frá Eyri í Skutulsfirði en var gerð að sérstöku prestakalli 1925.
Kirkjan, sem nú stendur þar, var byggð 1908 og vígð 6. desember sama ár. Rögnvaldur Ólafsson teiknaði hana en Guðni M. Bjarnason á Ísafirði var yfirsmiður. Kirkjan er út timbri og járnvarin. Timbrið kom að mestu tilhöggvið frá Noregi.
Kirkjan var í eigu Hólsbænda til 1925, þegar söfnuðurinn keypti hana á 4.400.- kr. Gréta og Jón Björnsson skreyttu hana og máluðu að innan 1978. Skírnarsárinn er verk Ríkharðs Jónssonar, myndhöggvara. Prédikunarstóllinn er beint upp af altarinu. Tvær stórar klukkur frá 1620 og 1775 eru í kirkjunni. Þær voru hafðar svo stórar til að draga úr reimleikum á Skálavíkurheiði.