Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hólakirkja

Hólakirkja er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Hólar eru bær og kirkjustaður í  . Þar   voru katólskar kirkju helgaðar Jóhannesi skírara og þar var útkirkja frá Miklagarði til 1871, þegar Miklabæjarprestakall var lagt niður og sóknir þess til Saurbæjar. Turnlaus timburkirkjan, sem nú stendur að Hólum, var byggð 1853. Ólafur Briem frá Grund var yfirsmiður. Kross er á framstafni kirkjunnar og tvær klukkur. Hún tekur 120 manns í sæti auk kirkjuloftsins, sem er yfir fyrstu tveimur stafgólfum.

Árið 1882 var sett loft Í kirkjuna fyrir kirkjukórinn. Það nær yfir tvö fremstu stafngólfin. Í henn er gömuls vængjatafla úr tré með mynd af síðustu kvöldmáltíðinni í miðju, Jesús í Getsemane á vinstri væng og hægra megin er Jesús með þyrnikórónuna umkringdur hermönnum. Vinstra megin á ytra byrði er Jesús á krossinum og hægra megin upprisan. Kirkjugarðurinn hefur verið stækkaður nokkrum sinnum og grjótveggurinn umhverfis endurhlaðinn jafnoft. Kirkjan er bændakirkja.

Hólabærinn stendur við hólahrúgur, sem eru annaðhvort grjóthrun eða jökulöldur. Sunnan hólanna er veiðivatnið Hólavatn. Þar eru sumarbúðir KFUM og KFUK.

Hólafjall (1037m) er milli Sölvadals og Eyjafjarðardals. Vegur fyrir fjallabíla var ruddur upp fjallið frá Þormóðsstöðum í Sölvadal á árunum 1960-61 að tilstuðlan Ferðafélags Akureyrar. Hann er hæsti fjallvegur landsins og tengist leiðinni yfir Sprengisand. Honum er ekki haldið við og er ófær flest ár. Annar vegur var ruddur upp úr Eyjafjarðardal. Útsýni er fagurt af Hólafjalli

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )