Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hofsstaðakirkja

Hofsstaðakirkja er í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Hofsstaðir eru bær og   kirkjustaður í Hofsstaðaplássi í Viðvíkursveit. Þar var höfuðkirkja í Hofsstaðaþingum til 1861 og síðar útkirkja frá Viðvík, þar til Miklibær tók við 1970.

Kirkjan, sem nú stendur, var vígð um aldamótin 1900. Hún er byggð úr timbri á hlöðnum grunni. Jón Björnsson frá Ljótsstöðum var yfirsmiður og með honum Jónas Jónsson frá Syðri-Brekkum.

Altaristafklan er frá 1727 (kvöldmáltíðin). Kirkjan var upphaflega vönduð að allri gerð en fyrir nokkrum árum var hún að falli komin. Katólskar kirkjur á Hofsstöðum voru helgaðar Maríu guðsmóður. Þar var Maríulíkneski, sem mikil helgi hvíldi á, og fólk kom langa vegu til að heita á myndina. Þetta líkneski og krossinn í Kaldaðarnesi munu hafa verið helgustu kirkjugripir í katólskum sið.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )