Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hofsóskirkja

Hofsóskirkja er í Hofsósprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Steinkirkjan á Hofsósi var vígð 28. ágúst  1960. Áður áttu Hofsósbúar kirkjusókn til Hofs á Höfðaströnd. Árið 1891 voru Fells- og Hofsprestaköll sameinuð og Fellsprestur fluttist til Höfða, þar sem var útkirkja frá Felli.

Vorið 1906 var prestssetrið flutt til Hofsóss. Kirkjan tekur 164 í sæti, kórinn er upphækkaður og milligerð úr viði milli hans og aðalkirkju. Sveinn Kjarval, arkitekt, teiknaði ljósabúnaðinn. Stór ljóskross er yfir altari í stað töflu. Skírnarsárinn er úr stuðlabergi, sem tekið var úr Staðarbjargavík á Hofsósi.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )