Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hofsá í Álftafirði

Veiði á Íslandi

Hofsá er í Geithellnahreppi í Suður-Múlasýslu. Upptökinn eru í drögum Hofsdals og í Hofsvötnum, u.þ.b. 30 km frá sjó og er hún allmikið fallvatn.

Hún rennur eftir endilöngum Hofsdal, sem er mjög gróðursæll, og í honum er stór og fagur skógur. Áin rennur svo í Álftafjörð, sem ásamt Hamarsfirði myndar lón við langt sjávarrif. Veiðisvæði Hofsár er um 15 km frá ósum að Stórafossi. Í ánni er sjógengin bleikja fremur smá, þótt þar hafi veiðst nokkurra punda bleikjur og stöku lax.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 540 km og 65 km frá Höfn.

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )