Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hnísa

Hnísa (HARBOUR PORPOISE) (Phocoena phocoena)

Hnísa er einnig nefnd selhnísa. Fullvaxin karldýr eru tæpir tveir metrar á lengd og vega u.þ.b. 70 kg.   Kvendýrin eru 1,4-1,9 m löng og vega 55-60 kg. Lífslíkurnar eru 30 ár. Hnísan er dökkgrá að ofan, ljósari á síðum og hvít á kviði. Dökkar rákir eru milli bægsla og munnvika. Bakugginn er lágur, ávalur og afturhallandi. Tennurnar eru 40-60 í hvorum skolti og eru spaðalaga. Köfunartími er 2-6 mínútur og hún kafar niður á 10-100 m dýpi eftir fæðu. Aðalfæðan er fiskur en einnig smokkfiskur og ljósáta.

Hnísan heldur sig aðallega í Norðurhöfum, Atlantshafi og Kyrrahafi. Kvendýr verða kynþroska 3-4 ára og fæða venjulega einn kálf á ári. Meðgöngutíminn er 10-11 mánuðir. Karldýrin verða kynþroska nokkru eldri. Hnísan var veidd víða fyrir ströndum, einkum úti af Breiðafirði og Vestfjöðrum. Hún flækist oft í netum, einkum hrognkelsanetum, og er nýtt. Bandaríkjamenn veiða hana fyrir ströndum Washingtonríkis. Kanadamenn og Grænlendingar veiða hana einnig. Stofninn er talinn í hættu vegna mengunar í höfunum.

Stofnstærð Selhnísu er óþekkt.

Myndasafn

Í grennd

Hvalir
Allt frá upphafi vega er hvala getið í heimildum og hvalrekar í hávegum hafðir. Hvalategundir voru líklega fleiri hér við land fyrrum en nú, því að sl…
Villt spendýr
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )