Hnísa (HARBOUR PORPOISE) (Phocoena phocoena)
Hnísa er einnig nefnd selhnísa. Fullvaxin karldýr eru tæpir tveir metrar á lengd og vega u.þ.b. 70 kg. Kvendýrin eru 1,4-1,9 m löng og vega 55-60 kg. Lífslíkurnar eru 30 ár. Hnísan er dökkgrá að ofan, ljósari á síðum og hvít á kviði. Dökkar rákir eru milli bægsla og munnvika. Bakugginn er lágur, ávalur og afturhallandi. Tennurnar eru 40-60 í hvorum skolti og eru spaðalaga. Köfunartími er 2-6 mínútur og hún kafar niður á 10-100 m dýpi eftir fæðu. Aðalfæðan er fiskur en einnig smokkfiskur og ljósáta.
Hnísan heldur sig aðallega í Norðurhöfum, Atlantshafi og Kyrrahafi. Kvendýr verða kynþroska 3-4 ára og fæða venjulega einn kálf á ári. Meðgöngutíminn er 10-11 mánuðir. Karldýrin verða kynþroska nokkru eldri. Hnísan var veidd víða fyrir ströndum, einkum úti af Breiðafirði og Vestfjöðrum. Hún flækist oft í netum, einkum hrognkelsanetum, og er nýtt. Bandaríkjamenn veiða hana fyrir ströndum Washingtonríkis. Kanadamenn og Grænlendingar veiða hana einnig. Stofninn er talinn í hættu vegna mengunar í höfunum.
Stofnstærð Selhnísu er óþekkt.