Hlíðarvatn er í Sauðaneshreppi í N-Þingeyjarsýslu. Það er 0,24 km², grunnt og 9 m hæð yfir sjó. Lækir úr því renna um Krossós til sjávar.
Fiskurinn í vatninu er afbragðsgóður, bæði bleikjan og urriðinn. Líklega er sjógenginn fiskur í flestum vötnunum á þessu svæði, því að hann er líkur frá einu vatni til annars. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður. Lengi hefur verið veitt í net í vatninu.
Vegalengdin er 14 km. frá Þórshöfn.