Hjaltastaðakirkja er í Eiðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar guðsmóður og þar hefur verið útkirkja frá Eiðum síðan 1959. Kirkjan, sem nú stendur, var reist 1881. Hún er úr timbri og járklædd. Skírnarsáinn smíðuðu Halldór Sigurðsson og Hlynur Halldórsson.