Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Halldórsstaðir

Halldórsstaðir voru þríbýli áður fyrr. Þar bjó frá árinu 1894 til dauðadags Elísabet Þórarinsson (1875-      1962; skozk, kölluð Lizzie), sem var landskunn fyrir söng. Fyrir og eftir aldamótin 1900 bjó Magnús Þórarinsson (1847-1917) á Halldórsstöðum ll. Hann fetaði í fótsport Skúla Magnússonar, landfógeta, og setti upp tóvinnuvélar á bænum árið 1884. Þær voru sleitulaust í notkun um fjögurra áratuga skeið knúnar vatni, en eyðilögðust í eldsvoða árið 1923. Þarna var tóvinnslustöð héraðsins. Frá árinu 1915 bjó Hallgrímur Þorbergsson (1880-1962) á bænum og rak fjárbú með skozku fé, sem var notað til kynblöndunar og ræktunar.

Myndasafn

Í grend

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )