Halldórsstaðir voru þríbýli áður fyrr. Þar bjó frá árinu 1894 til dauðadags Elísabet Þórarinsson (1875- 1962; skozk, kölluð Lizzie), sem var landskunn fyrir söng. Fyrir og eftir aldamótin 1900 bjó Magnús Þórarinsson (1847-1917) á Halldórsstöðum ll. Hann fetaði í fótsport Skúla Magnússonar, landfógeta, og setti upp tóvinnuvélar á bænum árið 1884. Þær voru sleitulaust í notkun um fjögurra áratuga skeið knúnar vatni, en eyðilögðust í eldsvoða árið 1923. Þarna var tóvinnslustöð héraðsins. Frá árinu 1915 bjó Hallgrímur Þorbergsson (1880-1962) á bænum og rak fjárbú með skozku fé, sem var notað til kynblöndunar og ræktunar.