Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Haffjarðarey

Haffjarðarey var upprunalega nefnd Hafursfjarðarey. Hún er stærst svokallaðra Hausthúsaeyja, sem eru   fyrir landi eyðibýlisins Hausthúsa í Eyjahreppi í Snæfellsnessýslu. Fært er þurrum fótum út í eyjarnar á fjöru.

Haffjarðarey var byggð og þar var setur höfðingja á öldum áður. Þar var sóknarkirkja Eyjahrepps, sem var helguð heilögum Nikulási á katólskum tíma. Sjávarrof gerði ferðir erfiðar út í eyjarnar á 16. öld og samkvæmt heimildum drukknaði þar margt kirkjufólk á öðrum degi jóla á leið í land 1562. Kirkjan var aflögð árið eftir og prestakallið var lagt niður. Uppblásur hefur líka spillt landkostum á eyjunni og bærinn fór í eyði árið 1804.

Kirkjugarðurinn í eyjunni hefur ekki farið varhluta af uppblæstrinum og bein hafa berast, þegar jarðvegurinn hefur horfið. Þau voru grafin aftur með yfirsöng á eyjunni og í kirkjugarði Miklaholts. Þarna safnaði landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson beinum og fór með þau til rannsóknar í Vesturheimi, sem olli nokkrum deilum á sínum tíma. Kristján Eldjárn og Jón Steffensen, professor, grófu í garðinum 1945 og tóku bein til rannsókna. Talið er, að kornyrkja hafi verið stunduð í Hafffjarðarey, enda er þar melgresi víða og þar er líka kröftugt baunagras (Lathyrus maritimus).

 

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )