Gvendareyjar eru úti fyrir Skógarströnd.
Þar bjó Þormóður Eiríksson, sem var uppi á árunum 1668-1741. Hann var talinn vera ákvæðaskáld og vita meira en nef hans var langt og fékk sess meðal mestu galdramanna landsins í þjóðtrúnni. Hann var m.a. talinn lærimeistari Galdra-Lofts. Margir fjandsamlegir kollegar hans mögnuðu honum sendingar, sem hann magnaði upp til höfuðs óvinum sínum eða kom fyrir. Hann var sagður hafa látið púka róa bát sínum til fiskjar.