Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gufudalskirkja

Gufudalskirkja er í Reykhólaprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Gufudalur er bær, kirkjustaður og  prestssetur í samnefndum dal uppi af Gufufirði. Þar voru katólsku kirkjurnar helgaðar Guði, Maríu guðsmóður og heilögum krossi. Kirkjan, sem stendur þar nú, var byggð árið 1908. Gufudalsprestakall var lagt af 1907 og sóknin lögð til Staðar á Reykjanesi. Síðasti prestur í Gufudal var séra Guðmundur Guðmundsson (1859-1935), faðir Haralds (1892-1971), sem var ráðherra og sendiherra í Ósló og einn forkólfa Alþýðuflokksins um miðbik 20. aldar.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )