Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grundarkirkja

Grundarkirkja er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Grund er bær og kirkjustaður frá   fornu fari í Hrafnagilshreppi. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar heilögum Lárentíusi. Grund tilheyrði Grundarþingum fyrrum. Magnús Sigurðsson, bóndi, byggði núverandi kirkju árið 1904-05 fyrir eigið fé.

Hún er meðal veglegri kirkna landsins og hin langstærsta, sem einstaklingur hefur byggt. Yfirsmiður var Ásmundur Bjarnason frá Eskifirði. Glerið í gluggana skar Magnús sjálfur. Málarinn, Muller, var norskur. Nokkrir gripa kirkjunnar eru varðveittir í Þjóðminjasafninu, s.s. kaleikur frá 15. öld og stóll frá tímum Þórunnar, dóttur Jóns Arasonar biskups.
Kirkjan er bændakirkja.

 

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )