Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grindhvalur

grindhvalur

Grindhvalur (LONG FINNED PILOT WHALE) (Globicephala melas)

Karldýrin eru u.þ.b. 6-8 m löng og vega 4-5 tonn. Kvendýrin eru 4-6 m og 2-3 tonn. Ennið er bratt og  og  grindhvalur litur svartur nema ljósa beltið á kviðnum. Bægslin eru mjó og löng og tannapör í hvorum skolti eru 8-13. Lífslíkur eru líklega 30-60 ár.

Grindhvalir halda sig í Norður-Atlantshafi og Suðurhöfum. Norður-Atlantshafstegundin er undirtegund (G. m. melaena), sem eyðir vetrinum sunnan 55°N en flakkar norður á sumrin og er algeng við Grænland og Ísland og í Barentshafi. Þeir lifa bæði í úthafinu og á grunnsævi og eru mjög félagslyndir. Þeir synda oft 20 saman í fæðuleit og miklu fleiri í öðrum tilgangi.

Grindhvalir eru fjölkvænisdýr. Kvendýrin verða kynþroska 6 ára en karldýr 12 ára. Mökun fer fram í apríl-maí, meðgangan er 16 mánuðir og kálfurinn er á spena í 21-22 mánuði. Kálfurinn er u.þ.b. 2 m langur og 70-80 kg við fæðingu. Kýrnar bera þriðja hvert ár. Köfunartíminn er venjulega 4 mínútur og mesta köfunardýpi er álitið 350 m. Þeir sofa í svo þéttum hnapp, að bægslin snertast.

Aðalfæðan er smokkfiskur, en líka fiskur, þegar lítið er um smokkfisk. Hérlendis er grindhvalurinn algengastur við norðvestur- og vesturstrendurnar. Ekki er vitað um heildarfjölda grindhvala í heiminum er áætlað er að fjöldi þeirra við Ísland sé 100.000 – 200.000.

Myndasafn

Í grennd

Hvalir
Allt frá upphafi vega er hvala getið í heimildum og hvalrekar í hávegum hafðir. Hvalategundir voru líklega fleiri hér við land fyrrum en nú, því að sl…
Villt spendýr
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )