Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grensáskirkja

Grensáskirkja er í Grensásprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Grensássókn var stofnuð í   september 1963 og fyrsti sóknarpresturinn séra Felix Ólafsson var vígður til starfa í desember það sama ár. Fyrst í stað voru guðsþjónustur haldnar í Breiðagerðisskóla en síðar í safnaðarsal í Miðbæ við Háaleitisbraut. Safnaðarheimili kirkjunnar var vígt 1972 og var notað sem kirkja safnaðarins allt til þess að kirkjan var tekin í notkun.

Grensáskirkja var vígð 8. desember 1996. Hún var byggð við safnaðarheimilið og milli kirkjuskips og eldra hússins eru skrifstofur, kennslustofa, setustofa, kapella og safnaðarsalur. Á neðri hæð kirkjunnar er Tónskóli þjóðkirkjunnar og skrifstofur sérþjónustupresta. Þá leigir Landsvirkjun hluta af neðri hæð kirkjunnar undir skrifstofur.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )