Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Götuvötn

Veiði

Götuvötn eru í Skógarstrandarhreppi í Snæfellsnessýslu. Þau eru 0,4 km², fremur grunn og í 215 m hæð  yfir sjó. Svínafossá rennur frá þeim til Hvammsfjarðar. Það er hægt að skrölta á jeppum að vötnunum í þurrkatíð. Þar er mikið af urriða, 1-6 pund, ágætur fiskur. Ekki eru seld veiðileyfi í vötnin sem landeigundur nýta sjálfir. Götuvötn þóttu með skemmtilegri veiðivötnum og eftirspurnin var talsverð, þótt um svolítið torleiði sé að fara á jeppa eða ganga verði svolítinn spöl.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 133 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Stykkishólmur
Stykkishólmur er oft kallaður höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yzt á Þórsnesi. Byggðin stendur á klettaborgum með f…
Veiði Vesturland er Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum Andakílsá…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )