Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Golfklúbburinn Vík í Mýrdal

Sími:
golf@vik.is

Golfklúbburinn í Vík var stofnaður 1992. Árið 1993 lét stjórn klúbbsins hanna níu holu golfvöll fyrir klúbbinn á landssvæði í eigu Mýrdalshrepps. Völlurinn liggur fast að tjaldsvæði Mýrdælinga í göngufæri frá þorpinu, girtur hamrabelti með útsýni til Hjörleifshöfða til austurs með sjóinn, Reynisdranga og Reynisfjall í suðri. Sex af níu brautum vallarins eru byggðar í sandbrekku undir Víkurhömrum, ofan gamla þjóðvegarins austur frá Vík, sem sker völlinn eftir endilöngu. Reiknað er með að þessi gamla þjóðleið sé reiðvegur og göngustígur. Heildarlengd vallarins verður um 2.720 metrar þegar hann hefur allur verið tekinn í notkun. Um er að ræða 3 brautir par 3, 4 brautir par 4 og 2 brautir par 5.

Myndasafn

Í grennd

Golf
Golfklúbbar og golfvellir Uppruni golfíþróttarinnar er að mestu hulinn móðu tímans. Rómverjar léku einhvern svipaðan le…
Vík í Mýrdal
Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar. Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )