Hvaleyrarvöllur
220 Hafnarfjörður
Sími: 565-3360
Fax: 565-2560
18 holur, par 36/35
Golfklúbburinn Keilir var stofnaður 18. febrúar 1967 í Félagsheimili Kópavogs. Framhaldsstofnfundur var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði 25. apríl 1967. Samið var við Hafnarfjarðarbæ um afnot af Hvaleyrinni til golfvallargerðar. Þá voru enn þá ábúendur á sumum smájörðunum á landinu, þannig að nokkurn tíma tók að fá allt landið og klúbburinn fékk íbúðarhúsið að Vesturkoti undir félagsheimili. Níu holu völlur var í notkun til 1972, þegar nýr 12 holu völlur var tekinn í notkun. Byrjað var að spila Hvaleyrarvöllinn í núverandi mynd árið 1997. Hvaleyrarvöllur hefur í gegnum árin verið annálaður fyrir góðar brautir og eftir að nýi völlurinn í Hvaleyrarrauni var opnaður hafa flatirnar fengið lofsverða athygli fyrir að vera sérstaklega góðar. (heimild: vefsetur GKH).
Hvaleyrarvöllur hefur um árabil þótt einn allra fremsti golfvöllur Íslands og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar því til staðfestingar. Sumarið 2017 voru þrjár nýjar brautir teknar í notkun á Hvaleyrinni í stað eldri brauta. Tókust breytingarnar afar vel upp en fyrst var keppt á þeim á Íslandsmótinu í höggleik 2017.
Fyrri 9 holur vallarins, Hraunið, eru lagðar í hraunbreiðu sem getur reynst kylfingum afar erfið viðureignar missi þeir boltann út af brautum.
Seinni 9 holur vallarins, Hvaleyrin, er af ætt links-golfvalla þar sem sjórinn og djúpar sandglompur koma mikið við sögu.Golf