Glettingsnes er láglendur smátangi milli Kjólsvíkur og Hvalvíkur norðan hins snarbratta fjalls Glettings. var afskekktasti bærinn í Borgarfjarðarhreppi og gönguleiðin þangað varasöm á veturna.
Á fyrri hluta 20. aldar var komið fyrir vaði til stuðnings í brekkunni niður á nesið og enn þá sjást merki um hann.
Útræði var mikið frá nesinu fyrrum, því skammt er þaðan til gjöfulla fiskimiða. Norðan til á nesinu er nokkuð góð lending, þótt brimasamt sé. Vitinn á nesinu var byggður 1931. Steinhúsið ofarlega á nesinu var byggt 1933 fyrir vitavörð. Það hefur staðið mannlaust síðan 1952.