Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gjarðeyjar

Gjarðeyjar eru austan Brokeyjar. Bærinn þar var ýmist í Stafey eða í heimaeynni, einum km vestar. Þarna bjuggu tíðast 5-6 manns til 1927, þegar eyjarnar fóru í eyði, og enn þá sést vel fyrir húsgrunni í Ytri-Gjarðey. Á milli hennar og Innri-Gjarðeyjar var hlaðin grjórbryggja um aldamótin 1900. Sunnan heimaeynarinnar er hálhringlaga hólmi, sem er líklega nafngjafi eyjaklasans.

Laxdæla (76. kafli) segir frá ferð Þorkels Eyjólfssonar, síðasta manni Guðrúnar Ósvífursdóttur, þegar hann var að flytja við heim til Helgafellskirkju frá Ljáeyri við Hvammsfjörð. Við Bjarnarey kom hviða í seglið og hvolfdi skipinu. Allir um borð drukknuðu. Viðina raka víða um eyjar ; hornstafina í eyju, sem síðan hét Stafey.

Bjargið er klettabelti í norðanaustanverðri Stafey. Þar er gjá með sprungnum klettum og hættulegum. Ofan þeirra var álagablettur, sem mátti ekki slá. Í september 1936 voru þeir slegnir og kvöldið eftir brast á með stórviðri. Öll hey fuku í Stafey og franska skipið „Pourquoi Pas” fórst úti fyrir Mýrum.

Myndasafn

Í grennd

Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )