Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Geithellnadalur

Geithellnar eða Geithellar eru fornt höfuðból.

Talið er, að þeir fóstbræður Ingólfur Arnarson og  Hróðmarsson hafi haft þar vetursetu í   fyrri ferð sinni til Íslands. Í túni bæjarins er völvuleiði. Líklega fékk bærinn nafn af helli í næsta nágrenni, sem er orðinn fullur af jarðvegi.

Geithellnadalur er langur og djúpur og skerst inn í hálendið austan og norðaustan Vatnajökuls. Dalurinn er víða grösugur og þar var talsverð byggð fyrrum. Geithellnaá fær mestan hluta vatns síns frá Þrándarjökli. Hraun er uppþornað gljúfur undan Múla í Áfltafirði. Þar er talið, að Geithellnaá hafi runnið áður, Í því er lítil tjörn, sem er kölluð Tröllatjörn. Þar veiddist silungur áður fyrr og veiðiþjófur einn varð fyrir óskemmtilegri reynslu, þegar hann reyndi að veiða þar. Skrímsli í skötulíki réðist á hann og elti, en hann slapp naumlega. Hann lagði svo á, að ekki skyldi veiðast branda í tjörninni eftirleiðis og það þykir hafa rætzt.

Geithellnaá er víða prýdd fossum og gljúfrum, þar sem hún þrengir sér í gegnum gljúfur og tröllahlöð.

Myndasafn

Í grennd

Álftafjörður Austurlandi
Syðstur Austfjarða, sjávarlón eða fjörður, er stöðugt grynnkar og minnkar vegna framburðar ánna Hofsár og Geithellnaár. Fyrir fjarðarmynnið gengur san…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )