Geitavík er við Borgarfjörð eystri.
Þar fann Gunnar Þiðrandabani félaga sína, er hann var á flótta undan og Helga Droplaugarsonum og þótti þeir hafa lítinn hug á liðsinni.
Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972) ólst þar upp. Hann fæddist að Efri-Ey í Meðallandi. Hann sótti mikið efni í verk sín til æskuslóðanna og engum dylst, að altaristaflan í Bakkagerðiskirkju er frá þessum slóðum.