Geirlandsá er ein besta sjóbirtingsá landsins. Þar veiðast 4-15 punda fiskar á hverju ári, jafnframt veiðist töluvert af laxi ár hvert. Það er auðvelt að komast að ánni til veiða og umhverfi hennar er ægifagurt, fjöll og iðjagrænt landbúnaðarhérað. Í grennd við ána er veiðihús, þar sem veiðmennirnir annast sjálfir um sig, og svo er hótel á Klaustri. Veiðitímabilið byrjar 1. apríl á sjóbirtingsveiði.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 275 km og 3 km frá Kirkjubæjarklaustri.