Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Geiradalsá

Geiradalsá er í Geiradalshreppi, Austur-Barðastrandasýslu. Áin er ekki vatnsmikil. Hún á upptök í hálendinu og þaðan koma tvær ár, Bakkaá og Gautsdalsá. Frá þeim kemur aðalvatn Geiradalsár, sem fellur svo í Kollafjörð.

Geiradalsá státar af fjölbreyttu og fögru umhverfi, graslendi er meðfram ánni og ágætt að komast að veiðistöðum en þar er mest af sjóbleikju  Lax hefur heilsað uppá veiðimenn neðst í ánni, en er frekar sjaldséður. Vegalengdin frá Reykjavík er um 245 km og u.þ.b.50 km frá Búðardal.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )