Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Galtalækur

Galtalækur er í Landssveit í um 110 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 35 km fjarlægð frá Hellu.
Galtalækur rennur um ægifagurt umhverfi og sameinast Ytri Rangá, en þess má geta að Galtalækjarskógur hefur oft verið kallaður paradís fjölskyldunnar þar sem blandast einstök náttúrufegurð og aðstaða til útivistar.

Í Galtalæk er eru mjög vænir urriðar þar sem meðalvikt er um 3 pund sem gaman getur verið að egna fyrir hvort sem er með straumflugum eða litlum púpum.

Veiðisvæðið í Galtalæk nær frá brúnni við bæjinn Galtalæk og niður að efsta hluta urriðasvæðis Ytri Rangár.

Eingöngu er veitt á flugu í Galtalæk, og öllum fiski sleppt.
Veitt er á 2 stangir á dag, sem ávalt seljast saman, út tímabilið, sem nær frá 1. apríl til 15. september.

Myndasafn

Í grennd

Minnivallalækur
Minnivallalækur er í Landsveit u.þ.b. einnar og hálfar klukkustundar akstur frá Reykjavík.   Skemmtileg  silungsveiðiá, sem fellur í Þjórsá. Í læknum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )