Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gænavatn

Veiðivotn

Þetta er allstórt vatn, umvafið ævintýraljóma og sögum um stóra fiska. Þar var náttúrulegur stofn í við Ónýtavatn um Kvíslarnar, þar sem er aðalhrygningarsvæðið. Stangveiði hófst ekki fyrr en fyrir fáum árum og vatnið var næstum ofveitt með netum. Árið 1994 var veiði bönnuð. Æti er mikið í vatninu, flugur, púpur, ormar, kuðungar og hornsíli og skötuormurinn kemur fram um miðjan júlí. Veiði er góð við áveðursbakka. Grænavatn liggur að Snjóöldufjallgarði og nánast er gróðurlaust meðfram því. Það er í 579 m hæð yfir sjó, 3,3 km², dýpst 13,5 m, 22,2 Gl, meðaldýpi 6,8 m, lengst 3 km og breiðast 1,6 km.

Makríll er jafnbezta beitan. Spúnar gefa vel og löng köst. Fluguveiðin gengur ekki eins vel en helzt með 8-10 ein- og tvíkrækjum og streamer. Helztu veiðistaðirnir eru: Fjaran, Höfðavík, Gjótan, Netafjara, Botn og Raninn. Miðja vegu milli Botnsins og Ranans, undir austurhlíðinni er blettur með dýpi, sem hefur gefið fisk, þótt hann sé ekki talinn með veiðistöðunum.

Myndasafn

Í grennd

Veiðivötn
Veiðivatnasvæðið: Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúruhamförum árið 1477, gaus á Veiðivatnasprungunni, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )