Víða á Vestfjörðum eru áhugaverðir staðir fyrir fuglaskoðara. Þar eru þrjú stærstu fuglabjörg landsins, Látrabjarg, Hornbjarg og Hælavíkurbjarg. Hið fyrstnefnda er vestasti hlutin
Áætlað er að tvær milljónir stuttnefja og langvía verpi þar. Hin tvö síðarnefndu standa hlið við hlið á norðanverðum Vestfjörðum.
Barði er á milli Önundar- og Dýrafjarðar. Þar er eitthvert stærsta bjartmávavarp landsins og á Mýrum í Dýrafirði er stærsta æðarvarp landsins (ca. 7000 pör). Óheimilt er að ganga um æðarvörp án leyfis landeigenda. Æðarkóngur er reglulegur vetrargestur á vestanverðu landinu en ekki er vitað um varp. Fálki er einna algengastur á Vestfjörðum. Haförn sést oft í innfjörðum Djúps.