
Höfuðborgarsvæðið er víða vel fallið til fuglaskoðunar. Tjörnin er einstök í sinni röð, því að þar er eina kríubyggðin, sem til er í höfuðborg. Auk skógarþrasta hafa auðnutittlingar og maríuerlur komið sér fyrir í borgarlandinu. Starinn hefur látið æ meira á sér bera á höfuðborgarsvæðinu eftir 1965. Fátt er um fugla við og á höfninni um varptímann, en mávategundum fjölgar, þegar líður á sumarið og í oktober er þar að finna allt að átta tegundum eftir að bjartmávurinn kemur frá Grænlandi. Á Gróttusvæðinu er upplagt að skoða fjörufuglana á vorin og haustin. Algengustu varpfuglarnir eru sandlóa, lóuþræll og sendlingur auk rauðbrystings, tildru og sanderlu, sem eru fargestir.
Á Reykjanesskaganum eru fuglabjörg í Hafnabergi og Krýsuvíkurbjargi. Þar eru toppskarfar, síla- og bjartmávar, álka, Lundi, langvía og stuttnefja. Teista býr víðast um sig í sprungum og í skjóli stórgrýtisins neðst í fuglabjörgunum. Þórshani fannst til skamms tíma við Sandgerði og sendlingur og snjótittlingur verpa umhverfis bæinn. Við Garðskagavita er eini opinberi fuglaskoðunarstaður landsins.
Eyjarnar í Kollafirði eru líka upplagðar til fuglaskoðunar. Þar verpa m.a. lundi, teista og fleiri sjófuglar. Tjarnirnar og óbyggð svæði á Álftanesi eru viðkomustaður farfugla, s.s. margæsar. Fýllinn hefur búið um sig um allt land, bæði í fuglabjörgum og hamrabeltum, sums staðar langt frá sjó. Álftir eru alls staðar á landinu, s.s. á Meðalfellsvatni, þar sem oft má sjá himbrima auk straumanda við útfallið.
Vissir þú að lundinn sest up á sama tíma 15 mai, þegar krían kemur til landsins og að krían fer á sama tíma 15 Ágúst, þegar lundinn yfirgefur varpstöðvar sínar á Íslandi !!
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: