Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fuglar Hálendið

Fuglar á Íslandi

Víðast er hálendi landsins gróðurvana nema þar sem vatn kemur til yfirborðsins. Víða á vötnum hálendisins má finna fugla eins og himbrima, lóm, álft, gargönd, duggönd og hávellu. Þar eru líka víða lóa, sendlingur, steindepill og snjótittlingur.

Víða í gljúfrum og á votlendissvæðum eða svokölluðum verum hálendisins er mikið af heiðagæs og talið er að snæugla eigi varpstöðvar við Laufrönd í vestanverðu Ódáðahrauni. Nokkrar litlar varpstöðvar heiðagæsa eru við Herðubreiðarlindir, við Gæsavötn, á Vestur- og Brúaröræfum og í árgljúfri Jökulsár á fjöllum.

Meira um Fugla

Myndasafn

Í grennd

Fuglar Íslands
Ísland státar ekki af fjölskrúðugri varpfuglafánu. Hér hafa sézt u.þ.b. 330 tegundir fugla, u.þ.b. 85 þeirra eru varpfuglar eða hafa reynt varp og u.þ…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )