Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði er evangelísk- lúterskur söfnuður og starfar á sama  og Þjóðkirkja  frikirkjan hafnarf Íslands. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði var stofnaður á Sumardaginn fyrsta árið 1913 og var aðalmarkmiðið með stofnun hans að reisa kirkju í Hafnarfirði sem þá var vaxandi kaupstaður en þá hafði engin kirkja verið í Hafnarfirði um aldir. Fram til þess tíma höfðu hafnfirðingar átt kirkjusókn að Görðum á Álftanesi og þótti mörgum það löng leið að sækja þangað kirkju.

Sumarið 1913 var hafist handa við að reisa þessa fyrstu kirkju Hafnfirðinga og sóttist verkið svo vel að kirkjan var vígð 14. desember sama ár. Fyrsti prestur kirkjunnar var sr. Ólafur Ólafsson sem jafnframt þjónaði Fríkirkjunni í Reykjavík og fyrsti formaður safnaðarstjórnar var Jóhannes Reykdal verksmiðjueigandi hér í Hafnarfirði. Davíð Kristjánsson trésmíðameistari teiknaði kirkjuna og fyrirtækið Dvergur sá um framkvæmdir.

Árið 1931 fóru fram talsverðar endurbætur á kirkjunni. Turn kirkjunnar var stækkaður og kórinn byggður við og fékk núverandi mynd. Teikningar að kór og turni gerði Guðmundur Einarsson trésmíðameistari. Árið 1982 voru smíðaðar fjórar viðbyggingar við kirkjuna, skrúðhús og anddyri við bakdyr og biðherbergi og snyrting við forkirkju. Teikningar gerði Óli G.H. Þórðarson arkitekt.

Umfangsmestu endurbæturnar á kirkjunni fóru svo fram sumarið og haustið 1998. Þá var kirkjan öll endurnýjuð að innan. Kirkjan var þá að nýju klædd með panel og skipt var um gólfefni svo fátt eitt sé nefnt. Umsjón með breytingunum höfðu Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og verkfræðistofan Línuhönnun. Verktakar voru fyrirtækið Gamlhús. Kirkjan var endurvígð af biskup Íslands, hr. Karli Sigurbjörnssyni, 13. desember 1998.

Fríkirkjusöfnuðurinn lúterskur söfnuður og starfar því á sama grunni og Þjóðkirkja Íslands. Biskup Íslands vígir t.d. presta til safnaðarins. Fríkirkjuhugsjónin á Íslandi beindist aldrei gegn kennisetningum Þjóðkirkjunnar heldur gegn sambandi ríkis og kirkju. Hin miklu afskipti ríkisvaldsins af innri málefnum kirkjunnar féllu mörgum illa. Það er ein af meginástæðum þess að fríkirkjusöfnuðirnir voru stofnaðir.

Þar sem Fríkirkjan er sjálfstætt trúfélag þá telur ríkisvaldið sér ekki skylt að styðja fríkirkjusöfnuðinn með sama hætti og Þjóðkirkjuna. Prestur safnaðarins er því ekki ríkisstarfsmaður heldur launaður af söfnuðinum. Ríkisvaldið innheimtir engu að síður sóknargjöld sem eru hin sömu og fólk greiðir til Þjóðkirkjunnar.

Efni af vef Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )