Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fremri-Rangá og Ytri-Rangá

Rángár

Saman eru þær einhver mesta laxveiðistöð landsins og byggist fengsældin algerlega á gífurlegum  gönguseiðasleppingum, sem hófust á níunda áratugnum og færðust verulega í aukana. Á þriðja þúsund laxar veiddust samtals í ánum 1997 og 3700 laxar 1998 árið 2001 veiddust í 2900 laxar í Eystri Rangá og 2600 í Ytri Rangá. Fjölmargar stangir eru á svæðunum, raunar gífurlega margar. Í Ytri Rangá er auk þess sjóbirtings- og bleikjuveiði.

Rígvænn staðbundinn urriði er einnig í Ytri Rangá.

Sumarið 2001 var tekið í notkun nýtt veiðihús fyrir ofan svæði 5. Þar eru 14 tveggja manna herbergi öll með sérbaðherbergi og sjónvarpi. Góður veitingasalur og setustofa með bar. Við húsin eru tveir heitir pottar og gufubað og aðgerðarhús.

2007 stefnir í að veiðin fari yfir 5000 laxa í Eystri Rangá og í Ytri Rangá og Hólsá um 7000 laxa.

Hólsá er sameiginlegur ós Rangánna austan Þykkvabæjar. Eystri-Rangá og Þverá sameinast við Móeiðarhvol og síðan Ytri-Rangá hjá Bjóluhverfi. Þar tekur nafnið Hólsá við. Ágangur þessara vatna á Þykkvabæ, Safamýri og Landeyjar jókst mjög á síðari hluta 19. aldar. Það kostaði geysilegt átak að hlaða fyrir ósana, unz Djúpós tók við meginvatninu fyrir ofan Safamýri og vestur í Þjórsá. Djúpós var u.þ.b. 400 metra breiður og sundvatn. Þykkvabæingum tókst þessi fyrirhleðsla árið 1922 með ríkisstyrk. Stíflan var 340 m löng og 15 m breið og á henni er nú vegur. Sandfok hófst, þegar farvegir þornuðu, svo að grípa þurfti til mikils átaks í sandgræðslu. Þessi fyrirhleðsla var gríðarlegt átak miðað við, að engar vinnuvélar voru til verksins. Þarna unnu að jafnaði 90-100 manns og dagsverkin urðu u.þ.b. 4000.

Safamýri er u.þ.b. 1600 hektara sléttlendi ofan Þykkvabæjar, fyrrum eitthvert stærsta starengi landsins (aðallega gulstör – Carex Lyngbyei, blástör – Carex rostrata og mýrarstör – Carex nigra). Þarna óx líka hin sjaldgæfa safastör – Carex diandra. Mýrin var mjög blaut og stargresið mjög hávaxið. Aðeins sá í höfuð og bak stórgripa, sem fóru þar um. Sauðfé er sagt hafa verið margar vikur í villum í Safamýri. Það vatnskól á löppum, þannig að klaufar og kögglar duttu af. Þetta svæði var bezta slægjuland Íslands og brást aldrei. Störin var svo stíf, að slægjan var þurrkuð ofan á henni og svo varð að binda hana á flekum. Áætlað var að mýrin gæfi allt að 1000 kýrfóður af sér á ári. Mýrin hefur smám saman þornað og þar eru nú ræktarlönd.

Ranga in Icelandic

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )