Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fossvötn

Veiðivotn

Fossvötn, Skálavatn, Langavatn og vötn, sem tengjast því um Vatnakvíslina, voru aðalveiðivötnin á fyrri . Upphaflegi ísaldarurriðinn er í Fossvötnum, en hann hefur verið styrktur með klaki. Náttúrulegt klak er í Fossánni, Kerlingarlögninni og hugsanlega við Hrófið í lækjarsytru í Fosshrauni. Blönduð fiskstærð heldur sig við Síldarplanið (1,5-5 pund) og minni fiskur (1,5-3 pund) fyrir framan útfallið í Litla-Fossvatni. Stærri fiskar og færri (3-9 pund) eru í Bátsvíkinni, oft áberandi á kvöldin og þegar fer að líða á sumarið, í Haustvíkinni í Litla-Fossvatni og við Hauststöðulinn í Kerlingarlögninni. Stóru fiskarnir taka betur í kvöldrökkrinu. Áveðursbakkinn er jafnan betri í stærra vatninu.

Náttúrulegt æti er flugur, púpur, ormar, kuðungar, hornsíli og eitthvað af skötuormi eftir miðjan júlí. Bleikja hefur ekki komist upp fossinn í vötnin úr Vatnakvíslinni Stóra-Fossvatn er í 572,5 m hæð yfir sjó, 0,85 km², mesta dýpi 15,5 m, 5,7 Gl, meðaldýpi 6,7 m, mesta lengd 1,3 km og breidd 1,0 km. Litla-Fossvatn er í 572,5 m hæð yfir sjó, 0,12 km², dýpst 18 m, 0,7 Gl, meðaldýpi 6,2 m, lengst 0,5 km og breiðast 0,3 km.

Myndasafn

Í grennd

Veiðivötn
Veiðivatnasvæðið: Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúruhamförum árið 1477, gaus á Veiðivatnasprungunni, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )